Portfolio Helga Anna
Grafísk miðlun
Helga Anna Ragnarsdóttir

Ég heiti Helga Anna Ragnarsdóttir og er fædd 16. febrúar 1996. Ég er uppalin og bý í Mosfellsbæ. Bjó í Bandaríkjunum í tvö ár þegar ég var yngri í 4.–5. bekk í grunnskóla. Ég ólst upp með þýskum fjárhundum, áströlskum fjárhundum og chihuahua. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hundum og hef tekið þátt í hundasýningum síðan ég var 14 ára. Elska ekkert meira en að vinna með hundinum mínum henni Yrju sem er ástralskur fjárhundur. Við keppum saman í hlýðni keppnum og hundasýningum. Höfum einnig tekið þátt í hundafimi, rallý-hlýðni og stefnum á að halda áfram í því þegar það gefst meiri tími til.
Ég kláraði stúdentspróf árið 2018 í Menntaskóla Mosfellsbæjar á íþrótta- og lýðheilsubraut. Hafði síðan ekki mikinn áhuga við að halda áfram í því og fór að vinna í 4 ár í sundlaug Mosfellsbæjar með vinkonu minni. Svo kom að því að finna sér eitthvað annað til að læra sem ég hafði áhuga á og við ákváðum að fara að leita að námi saman með von um að vinna aftur saman í framtíðinni og fundum grafíska miðlun. Ég hafði ekki mikla þekkingu eða pælt mikið í þessu fagi fyrr en ég fór að skoða það á síðu skólans en fannst það mjög áhugavert.